Minnka notkun bíla - hjóla þess í stað

Frábært átak hjá ráðherrum í morgun að hvetja fólk til þess að hjóla í vinnunna og gera það sjálfir. Það er mjög gott að hvetja fólk til þess að nota hjólin eða fæturnir til þess að koma sér frá A til B sérstaklega þar sem bíla fjöldi er svona mikill eins og Gísli Marteinn nefndi. Við erum lítið land en erum með bílaflota á við borg í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að breyta hugarfari hjá fólki þannig að það skilji frekar bílinn eftir heima og verði samferða öðrum í bíl, taki strætó, labbi eða hjóli? Allt gott og blessað að gera þetta í einn dag, en hvað þarf til þess að þetta haldist áfram. Það verður rosalega gaman að fylgjast með fjölda þeirra sem taka strætó í haust þegar námsmenn fá ókeypis í strætó. Vonandi verður aukning. Er þetta ekki spurning um að hamra sífellt á hve mikið bílarnir menga? Er ekki spurninginn um það að hvetja fyrirtæki til þess að fá starfsfólk sitt til að verða samferða á morgnana og á kvöldin, svokallað carpool, eins og er nefnt út í heimi? Gera strætó að áhugaverðari valmöguleiki? Hlutir breytast ekki einn, tveir og þrír. Það þarf að fræða fólk um mengun, það þarf að auglýsa hvernig fólk getur gert hlutina öðruvísi annars verður aldrei breyting.

Sem dæmi um hugarfar þá heyrði ég viðtal við flokksmann framsóknaflokks í útvarpi í morgun. Þetta er ung kona sem er að berjast fyrir réttindum ungra einstaklinga í Reykjavík. Hún nefndi nokkura mjög góða hluti eins og hve dýrt væri að eiga heimili í Reykjavik og nefndi hvað er í raun mikil greiðslubyrgði á ungt fólk að koma úr háskóla. En hún nefndi bílaeign eins og það væri sjálfsagður hlutur og nauðsynlegur hlutur. Er nauðsynlegt að eiga bíl þegar maður á engan pening, er nauðsynlegt að menga Reykjavík enn meira? Nei... það þarf að hvetja þetta unga fólk til þess að hjóla, taka strætó og minnka mengunina í sínu umhverfi.

Ég hlakka bara til að sjá enn fleiri átök hjá ráðherrum til þess að minnka mengunina sem kemur frá bílum en ekki auka með því að stækka vegi og búa til hraðbrautir eins og hraðbrautin í vatnsmýrinni.


mbl.is Ráðherrar á reiðhjólum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífrænn bómull

People Tree er frábært fyrirtæki og við eigum að gera það að okkar markmiði að kaupa frá fyrirtækjum eins og People Tree. Það framleiðir og selur fatnað og skartgripi sem er framleitt undir forskriftum sanngjarnra viðskipta - fairtrade. Mikið af vörunum er vottað en þó ekki allt sökum þess að bómullinn er ekki fairtrade. Vörurnar eru meiriháttar og efnin eru yndisleg viðkomu þannig að það er ekkert síðra við þennan fatnað heldur en föt sem fæst út í næstu búð. Konan sem á þetta fyrirtæki, Safia Minney, er sjálf með blogg sem er meiriháttar lesning en í seinasta blogginu hennar talar hún um hvað er að gerast við bændur í Bangladesh sem eru að vinna í að framleiða bómull með skordýraeitri. Myndirnar af höndum eins bónda er ógeðfelld. Safia vinnur við að reyna allt sem í hennar valdi stendur til að betrumbæta aðstæður þeirra sem minna mega sín eins og þessir bændur. Hún er að safna pening til þess að þessir bændur geti lært hvernig eigi að rækta bómullinn án þess að nota skordýraeitur og síðan mun People Tree gera samninga við þá um að nota þennan bómull í fötin sem þeir eru svo að selja. Frábært framtak. Endilega gerið það að hafa samband við þá og látið þá fá einhvern smá pening. Það er önnur leið til að styrkja gott framtak til að gera heiminn að betri stað.

Sanngjörn viðskipti - matvæli

Eftir þó nokkra langa dvöl í Englandi þar sem ég kynntist mikið lífrænt og mikið af fairtrade vörum þá finnst mér voða gaman að sjá hvað meira er til af lífrænum vörum hérna á Íslandi. Það má reyndar ekki segja það sama um fairtrade vörur þó það sé nú að færast í aukanna.

Ég veit að Rapunzel, sem er fyrirtæki sem Yggdrasill flytur vörur inn frá, er með verkefni sem heitir Hand in Hand sem á víst að vera byggð á sanngjörnum viðskiptum en hef þó ekkert kynnt mér það frekar þar sem þetta verkefni eða fyrirtækið er ekki skráð hjá samtökum út í heimi eins og IFAT eða International Fair Trade Association. En þetta er frekar vel þekkt vörumerki þannig að þeir eru eflaust að gera margt gott með þessu Hand in Hand verkefni þeirra og eru að auka enn frekari umræðu um sanngjörn viðskipti. Nú er farið að sjá vottað fairtrade kaffi, súkkulaði, te og fleira í Nóatún, Bónus og Hagkaup en það eru fleiri framleiðendur út í heimi líka og það þarf að auka úrvalið hér á landi til að vekja athygli á þessu. Kaffitár segjast nota kaffi sem er framleitt undir fairtrade en það sem kannski mætti bæta hjá þeim er að fá vottun. Ísland hefur því miður ekki enn vottunarkerfi sem byggir á stöðlum Fairtrade Labelling Organisation en það ætti ekki að stoppa þá. Þeir geta t.d. haft samband við FLO og fengið aðstoð þeirra til að fá þessa alþjóðlega vottun til að auka umræðuna. Við eigum að gera allt í okkar vald til þess að styrkja alla þá sem koma við framleiðslu á þá matvæli sem við höfum heima fyrir eins og kaffi og súkkulaði og te. Þannig náum við að gefa tilbaka til þess að fólk í 3ja heims ríkjum geti lifað góðu lífi en ekki lifað eins og þrælar til þess eins að við fáum góðan kaffibolla.

Nú ef þú ert að lesa um Fairtrade eða sanngjörn viðskipti í fyrsta skipti að þá er bara að kíkja á tenglana mína hér til hliðar til að lesa svolítið um þetta. Þeir sem ekki nenna því geta kíkt á fyrra blog hjá mér því þar tala ég eilítið um það.


Sanngjörn viðskipti - Fairtrade

Bloggvinur minn, Sigurður er með spurningakönnun og spyr hvort fólk viti hvað sanngjörn viðskipti eru? Það hafa nokkrir svarað spurningunni neitandi sem er áhugavert. Í okkar heimi ættu í raun allir að vita hvað sanngjörn viðskipti er þar sem hún eykur líkurnar á því að þeir sem vinna við framleiðslu í 3ja heims ríkjum geta átt meiri pening milli handana til að mennta börnin sín, átt mat á borðið og bara almennt lifað betra líf. Það er hræðilegt að heyra sögurnar um vinnustundir og aðbúnaður þeirra sem vinna fyrir stóru fataframleiðendur. Sanngjörn viðskipti eða fair trade er leið til að auka jafnræði í alþjóða viðskiptum við þá sem þurfa mest á því að halda ss. suður-ameríku, Afríku, Asíu o.fl. Í sanngjörnum viðskiptum er verið að borga meira fyrir vöruna frá framleiðandum og eins er verið að tryggja vinnu þeirra sem vinna með vöruna. Hið alþjóðlega heimsmarkaðsverð fyrir kakó, kaffi, baunir, ofl er oft einum of lágt til þess að fólk geti lifað á þeim launum. Í sanngjörnum viðskiptum er verið að borga lágmarksverð fyrir vöruna, en þó ekki allt of lágt, því þeir sem vinna í framleiðslunni þurfa að eiga að geta lifað af sínum launum til að geta byggt upp sitt samfélag til að geta lifað hamingjusömu lífi. Wikipedia er með útlistun hvernig sanngjörn viðskipti bætir líf þeirra sem framleiða vöruna undir þessu merki.

mengun af hálfu bíla

Þetta er frétt sem við ættum öll að íhuga. Margir hverjir eru einir í bil og umferðin stóreykst. hvað gætum við gert í staðin? byggt göng og fleira sem er verið að mæla með? Nei alls ekki.. þess í stað ættum við að reyna að samnýta bíla til að minnka mengun. Ef fólk sem vinnur saman býr á svipuðum stöðum þá væri auðvelt að minnka bílaflotan og þar af leiðandi mengun ef fólk myndi samnýta einn bíl. Einnig mætti auka strætónotkun með því að í stað bifreiðahlunninda að þá fengi fólk ferðahlunninda til að kaupa strætóí kort eða miða.

Er ný flutt frá england og þessar 3 akreinar niður í bæ í áttina að háskólasvæðinu er hörmungur eitt og sér. Það er búið að mynda hraðbraut eins og finnst út í löndum í eitt fallegast stað reykjavíkur.


mbl.is Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sýklalyfjanotkun

Í kjölfar af blaðrinu mínu hér fyrir neðan að þá fann ég áhugaverða grein þar sem er fjallað um ofnotkun sýklalyfja. Skondið að þrátt fyrir þessa ritgerð og mikið umtal um ofnotkun sýklalyfja út í heimi að þá er samt gefin sýklalyf við veikindi og þá sérstaklega í börnum. Eitthvað fyrir fólk að hugsa um.. væri ekki betra að eiga smá hvíldartíma með börnunum heima og leyfa þeim að ná úr sér veikindunum í stað að þess að dæla í þeim lyfin svo hægt sé að drífa sig aftur í vinnu.

Læknar

Það hefur alltaf vakið mér furðu af hverju við treystum alltaf öllu því sem heilbrigðisstéttin segir. Við förum til þeirra með ákveðið vandamál og sættum okkur við niðurstöðuna og tökum oft inn þau lyf sem þau hafa látið okkur fá þó jafnvel að við séum með einhverjar efasemdir. Oft gerist þetta þegar um börnin manns er að ræða. Af hverju er það? Ef læknirinn myndi nú segja okkur að fara efst upp í hallgrímskirkju og hoppa fram af, þá myndum við mótmæla en ekki gagnvart greiningu á sjúkdómum. Höfum við týnt þann hæfileika til að hlusta á það sem líkaminn okkar er að biðja um eða hlusta á okkar eigið innsæi. Við höfum öll innsæi og oftast en ekki hefur það innsæi rétt fyrir sér. Það hef ég allavegana upplifað. Ef ég upplifi eitthvað og veit að það er eitthvað ekki alveg rétt og fer ekki eftir þeirri tilfinningu að kemur það mér yfirleitt í koll seinna meir. En ef ég hlusta á þessa tilfinningu að þá lendi ég aldrei í neinum vandræðum. Það sama á að eiga sér stað með lækna.. við eigum ekki að samþykkja allt sem þau segja heldur hlusta, meðtaka, greina og taka það sem manni finnst virka en sleppa hinu. Læknar eru jú mannlegir eins og við og stundum greina þau vitlaust eða nenni ekki að takast á við þig í dag sökum þess að dagurinn er ekki góður hjá þeim.

Ég hef lent í því að fara með börnin til læknis út af kvefi eða eyrnarbólgu og mér er sagt að láta þau fá sýklalyf. Jú þeim leið yfirleitt betur en þvílíkar kúkableyjur sem ég fekk þar eftir. Lyktin var ógeðsleg. Mér fannst þetta ekki rétt að dæla í litlum krílum sýklalyf nema ef lífið þeirra lægi við. Í eitt skipti ákvað ég að hætta að fara með þá til læknis út af eyrnarbólgu nema ef hún væri enn að hrjá þau á 3ja degi. Í þess stað gef ég þau paracetamól til að minnka verkina og hita ef það er hiti og svo hitapoka á eyrað. Það er ótrúlegt en þau fá sjaldan eyrnarbólgu, og ég er farin að leita til óhefðbundinna aðferða til að takast á við kvef og hósta í þeim.

Einnig á þetta við um fæðingar. Konur hafa átt börn í fleiri þúsund ár og enn erum við að en einhvern vegin hefur læknastéttin tekið það á sig að vera bjargvættir heimsins í að taka á móti börnum á mjög læknisfræðilegan máta. hvernig væri að sleppa hendini á konum og leyfa þeim að njóta sín bæði á meðan þær eru óléttar og eins þegar þær eru að eiga. Fæðing er kraftaverk og jú það geta komið upp vandamál og þá er læknastéttin frábær en hvað með að leyfa nátturuna að eiga sinn gang áður en við förum að skipta okkur af.

Þetta er kannski smá röfl hjá mér um afskipti annarra en mig langar bara svo að fá að sjá einstaklinga sem hlusta á sitt eigið innsæi, treysta á því sem það segir okkur og fara eftir innsæinu frekar en að fara eftir því sem ókunnugir eru að segja okkur að gera. Kannski yrði heimurinn að betri stað ef við myndum öll hlusta á okkar eigið innsæi og fara eftir innsæinu.

Bless að sinni


Fyrsta bloggfærsla

Áttaði mig ekki á því hvernig þetta virkaði þannig að lækna umræðan varð eiginlega að fyrsta umræðuefnið hjá mér. Er að byrja á þessu þannig að veriði þolinmóð. Kannski kemur eitthvað af viti úr mér kannski ekki. Þetta er allavegana staður og stund til að láta í sér heyra um hin ýmis þjóðfélagsmál eða eitthvað áhugavert sem tengist mér og minni fjölskyldu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband