Færsluflokkur: Bloggar
2.5.2007 | 12:28
Minnka notkun bíla - hjóla þess í stað
Frábært átak hjá ráðherrum í morgun að hvetja fólk til þess að hjóla í vinnunna og gera það sjálfir. Það er mjög gott að hvetja fólk til þess að nota hjólin eða fæturnir til þess að koma sér frá A til B sérstaklega þar sem bíla fjöldi er svona mikill eins og Gísli Marteinn nefndi. Við erum lítið land en erum með bílaflota á við borg í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að breyta hugarfari hjá fólki þannig að það skilji frekar bílinn eftir heima og verði samferða öðrum í bíl, taki strætó, labbi eða hjóli? Allt gott og blessað að gera þetta í einn dag, en hvað þarf til þess að þetta haldist áfram. Það verður rosalega gaman að fylgjast með fjölda þeirra sem taka strætó í haust þegar námsmenn fá ókeypis í strætó. Vonandi verður aukning. Er þetta ekki spurning um að hamra sífellt á hve mikið bílarnir menga? Er ekki spurninginn um það að hvetja fyrirtæki til þess að fá starfsfólk sitt til að verða samferða á morgnana og á kvöldin, svokallað carpool, eins og er nefnt út í heimi? Gera strætó að áhugaverðari valmöguleiki? Hlutir breytast ekki einn, tveir og þrír. Það þarf að fræða fólk um mengun, það þarf að auglýsa hvernig fólk getur gert hlutina öðruvísi annars verður aldrei breyting.
Sem dæmi um hugarfar þá heyrði ég viðtal við flokksmann framsóknaflokks í útvarpi í morgun. Þetta er ung kona sem er að berjast fyrir réttindum ungra einstaklinga í Reykjavík. Hún nefndi nokkura mjög góða hluti eins og hve dýrt væri að eiga heimili í Reykjavik og nefndi hvað er í raun mikil greiðslubyrgði á ungt fólk að koma úr háskóla. En hún nefndi bílaeign eins og það væri sjálfsagður hlutur og nauðsynlegur hlutur. Er nauðsynlegt að eiga bíl þegar maður á engan pening, er nauðsynlegt að menga Reykjavík enn meira? Nei... það þarf að hvetja þetta unga fólk til þess að hjóla, taka strætó og minnka mengunina í sínu umhverfi.
Ég hlakka bara til að sjá enn fleiri átök hjá ráðherrum til þess að minnka mengunina sem kemur frá bílum en ekki auka með því að stækka vegi og búa til hraðbrautir eins og hraðbrautin í vatnsmýrinni.
Ráðherrar á reiðhjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2007 | 19:19
Sanngjörn viðskipti - matvæli
Ég veit að Rapunzel, sem er fyrirtæki sem Yggdrasill flytur vörur inn frá, er með verkefni sem heitir Hand in Hand sem á víst að vera byggð á sanngjörnum viðskiptum en hef þó ekkert kynnt mér það frekar þar sem þetta verkefni eða fyrirtækið er ekki skráð hjá samtökum út í heimi eins og IFAT eða International Fair Trade Association. En þetta er frekar vel þekkt vörumerki þannig að þeir eru eflaust að gera margt gott með þessu Hand in Hand verkefni þeirra og eru að auka enn frekari umræðu um sanngjörn viðskipti. Nú er farið að sjá vottað fairtrade kaffi, súkkulaði, te og fleira í Nóatún, Bónus og Hagkaup en það eru fleiri framleiðendur út í heimi líka og það þarf að auka úrvalið hér á landi til að vekja athygli á þessu. Kaffitár segjast nota kaffi sem er framleitt undir fairtrade en það sem kannski mætti bæta hjá þeim er að fá vottun. Ísland hefur því miður ekki enn vottunarkerfi sem byggir á stöðlum Fairtrade Labelling Organisation en það ætti ekki að stoppa þá. Þeir geta t.d. haft samband við FLO og fengið aðstoð þeirra til að fá þessa alþjóðlega vottun til að auka umræðuna. Við eigum að gera allt í okkar vald til þess að styrkja alla þá sem koma við framleiðslu á þá matvæli sem við höfum heima fyrir eins og kaffi og súkkulaði og te. Þannig náum við að gefa tilbaka til þess að fólk í 3ja heims ríkjum geti lifað góðu lífi en ekki lifað eins og þrælar til þess eins að við fáum góðan kaffibolla.
Nú ef þú ert að lesa um Fairtrade eða sanngjörn viðskipti í fyrsta skipti að þá er bara að kíkja á tenglana mína hér til hliðar til að lesa svolítið um þetta. Þeir sem ekki nenna því geta kíkt á fyrra blog hjá mér því þar tala ég eilítið um það.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2007 | 13:17
Sanngjörn viðskipti - Fairtrade
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2007 | 16:17
mengun af hálfu bíla
Þetta er frétt sem við ættum öll að íhuga. Margir hverjir eru einir í bil og umferðin stóreykst. hvað gætum við gert í staðin? byggt göng og fleira sem er verið að mæla með? Nei alls ekki.. þess í stað ættum við að reyna að samnýta bíla til að minnka mengun. Ef fólk sem vinnur saman býr á svipuðum stöðum þá væri auðvelt að minnka bílaflotan og þar af leiðandi mengun ef fólk myndi samnýta einn bíl. Einnig mætti auka strætónotkun með því að í stað bifreiðahlunninda að þá fengi fólk ferðahlunninda til að kaupa strætóí kort eða miða.
Er ný flutt frá england og þessar 3 akreinar niður í bæ í áttina að háskólasvæðinu er hörmungur eitt og sér. Það er búið að mynda hraðbraut eins og finnst út í löndum í eitt fallegast stað reykjavíkur.
Útstreymi gróðurhúsalofttegunda hefur aukist um 30% í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 22:02
sýklalyfjanotkun
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2007 | 13:59
Fyrsta bloggfærsla
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)