Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lífrænn bómull

People Tree er frábært fyrirtæki og við eigum að gera það að okkar markmiði að kaupa frá fyrirtækjum eins og People Tree. Það framleiðir og selur fatnað og skartgripi sem er framleitt undir forskriftum sanngjarnra viðskipta - fairtrade. Mikið af vörunum er vottað en þó ekki allt sökum þess að bómullinn er ekki fairtrade. Vörurnar eru meiriháttar og efnin eru yndisleg viðkomu þannig að það er ekkert síðra við þennan fatnað heldur en föt sem fæst út í næstu búð. Konan sem á þetta fyrirtæki, Safia Minney, er sjálf með blogg sem er meiriháttar lesning en í seinasta blogginu hennar talar hún um hvað er að gerast við bændur í Bangladesh sem eru að vinna í að framleiða bómull með skordýraeitri. Myndirnar af höndum eins bónda er ógeðfelld. Safia vinnur við að reyna allt sem í hennar valdi stendur til að betrumbæta aðstæður þeirra sem minna mega sín eins og þessir bændur. Hún er að safna pening til þess að þessir bændur geti lært hvernig eigi að rækta bómullinn án þess að nota skordýraeitur og síðan mun People Tree gera samninga við þá um að nota þennan bómull í fötin sem þeir eru svo að selja. Frábært framtak. Endilega gerið það að hafa samband við þá og látið þá fá einhvern smá pening. Það er önnur leið til að styrkja gott framtak til að gera heiminn að betri stað.

Sanngjörn viðskipti - Fairtrade

Bloggvinur minn, Sigurður er með spurningakönnun og spyr hvort fólk viti hvað sanngjörn viðskipti eru? Það hafa nokkrir svarað spurningunni neitandi sem er áhugavert. Í okkar heimi ættu í raun allir að vita hvað sanngjörn viðskipti er þar sem hún eykur líkurnar á því að þeir sem vinna við framleiðslu í 3ja heims ríkjum geta átt meiri pening milli handana til að mennta börnin sín, átt mat á borðið og bara almennt lifað betra líf. Það er hræðilegt að heyra sögurnar um vinnustundir og aðbúnaður þeirra sem vinna fyrir stóru fataframleiðendur. Sanngjörn viðskipti eða fair trade er leið til að auka jafnræði í alþjóða viðskiptum við þá sem þurfa mest á því að halda ss. suður-ameríku, Afríku, Asíu o.fl. Í sanngjörnum viðskiptum er verið að borga meira fyrir vöruna frá framleiðandum og eins er verið að tryggja vinnu þeirra sem vinna með vöruna. Hið alþjóðlega heimsmarkaðsverð fyrir kakó, kaffi, baunir, ofl er oft einum of lágt til þess að fólk geti lifað á þeim launum. Í sanngjörnum viðskiptum er verið að borga lágmarksverð fyrir vöruna, en þó ekki allt of lágt, því þeir sem vinna í framleiðslunni þurfa að eiga að geta lifað af sínum launum til að geta byggt upp sitt samfélag til að geta lifað hamingjusömu lífi. Wikipedia er með útlistun hvernig sanngjörn viðskipti bætir líf þeirra sem framleiða vöruna undir þessu merki.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband