Sanngjörn viðskipti - matvæli

Eftir þó nokkra langa dvöl í Englandi þar sem ég kynntist mikið lífrænt og mikið af fairtrade vörum þá finnst mér voða gaman að sjá hvað meira er til af lífrænum vörum hérna á Íslandi. Það má reyndar ekki segja það sama um fairtrade vörur þó það sé nú að færast í aukanna.

Ég veit að Rapunzel, sem er fyrirtæki sem Yggdrasill flytur vörur inn frá, er með verkefni sem heitir Hand in Hand sem á víst að vera byggð á sanngjörnum viðskiptum en hef þó ekkert kynnt mér það frekar þar sem þetta verkefni eða fyrirtækið er ekki skráð hjá samtökum út í heimi eins og IFAT eða International Fair Trade Association. En þetta er frekar vel þekkt vörumerki þannig að þeir eru eflaust að gera margt gott með þessu Hand in Hand verkefni þeirra og eru að auka enn frekari umræðu um sanngjörn viðskipti. Nú er farið að sjá vottað fairtrade kaffi, súkkulaði, te og fleira í Nóatún, Bónus og Hagkaup en það eru fleiri framleiðendur út í heimi líka og það þarf að auka úrvalið hér á landi til að vekja athygli á þessu. Kaffitár segjast nota kaffi sem er framleitt undir fairtrade en það sem kannski mætti bæta hjá þeim er að fá vottun. Ísland hefur því miður ekki enn vottunarkerfi sem byggir á stöðlum Fairtrade Labelling Organisation en það ætti ekki að stoppa þá. Þeir geta t.d. haft samband við FLO og fengið aðstoð þeirra til að fá þessa alþjóðlega vottun til að auka umræðuna. Við eigum að gera allt í okkar vald til þess að styrkja alla þá sem koma við framleiðslu á þá matvæli sem við höfum heima fyrir eins og kaffi og súkkulaði og te. Þannig náum við að gefa tilbaka til þess að fólk í 3ja heims ríkjum geti lifað góðu lífi en ekki lifað eins og þrælar til þess eins að við fáum góðan kaffibolla.

Nú ef þú ert að lesa um Fairtrade eða sanngjörn viðskipti í fyrsta skipti að þá er bara að kíkja á tenglana mína hér til hliðar til að lesa svolítið um þetta. Þeir sem ekki nenna því geta kíkt á fyrra blog hjá mér því þar tala ég eilítið um það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband