2.5.2007 | 12:28
Minnka notkun bíla - hjóla þess í stað
Frábært átak hjá ráðherrum í morgun að hvetja fólk til þess að hjóla í vinnunna og gera það sjálfir. Það er mjög gott að hvetja fólk til þess að nota hjólin eða fæturnir til þess að koma sér frá A til B sérstaklega þar sem bíla fjöldi er svona mikill eins og Gísli Marteinn nefndi. Við erum lítið land en erum með bílaflota á við borg í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að breyta hugarfari hjá fólki þannig að það skilji frekar bílinn eftir heima og verði samferða öðrum í bíl, taki strætó, labbi eða hjóli? Allt gott og blessað að gera þetta í einn dag, en hvað þarf til þess að þetta haldist áfram. Það verður rosalega gaman að fylgjast með fjölda þeirra sem taka strætó í haust þegar námsmenn fá ókeypis í strætó. Vonandi verður aukning. Er þetta ekki spurning um að hamra sífellt á hve mikið bílarnir menga? Er ekki spurninginn um það að hvetja fyrirtæki til þess að fá starfsfólk sitt til að verða samferða á morgnana og á kvöldin, svokallað carpool, eins og er nefnt út í heimi? Gera strætó að áhugaverðari valmöguleiki? Hlutir breytast ekki einn, tveir og þrír. Það þarf að fræða fólk um mengun, það þarf að auglýsa hvernig fólk getur gert hlutina öðruvísi annars verður aldrei breyting.
Sem dæmi um hugarfar þá heyrði ég viðtal við flokksmann framsóknaflokks í útvarpi í morgun. Þetta er ung kona sem er að berjast fyrir réttindum ungra einstaklinga í Reykjavík. Hún nefndi nokkura mjög góða hluti eins og hve dýrt væri að eiga heimili í Reykjavik og nefndi hvað er í raun mikil greiðslubyrgði á ungt fólk að koma úr háskóla. En hún nefndi bílaeign eins og það væri sjálfsagður hlutur og nauðsynlegur hlutur. Er nauðsynlegt að eiga bíl þegar maður á engan pening, er nauðsynlegt að menga Reykjavík enn meira? Nei... það þarf að hvetja þetta unga fólk til þess að hjóla, taka strætó og minnka mengunina í sínu umhverfi.
Ég hlakka bara til að sjá enn fleiri átök hjá ráðherrum til þess að minnka mengunina sem kemur frá bílum en ekki auka með því að stækka vegi og búa til hraðbrautir eins og hraðbrautin í vatnsmýrinni.
Ráðherrar á reiðhjólum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sammála. Fleiri og stærri umferðarmannvirki auka bara umferðina. Samkvæmt því myndu fleiri og betri hjólreiðastígar og brautir auka hjólreiðaumferðina og þá væntanlega draga úr annarri umferð.
Guttormur, 2.5.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.