Læknar

Það hefur alltaf vakið mér furðu af hverju við treystum alltaf öllu því sem heilbrigðisstéttin segir. Við förum til þeirra með ákveðið vandamál og sættum okkur við niðurstöðuna og tökum oft inn þau lyf sem þau hafa látið okkur fá þó jafnvel að við séum með einhverjar efasemdir. Oft gerist þetta þegar um börnin manns er að ræða. Af hverju er það? Ef læknirinn myndi nú segja okkur að fara efst upp í hallgrímskirkju og hoppa fram af, þá myndum við mótmæla en ekki gagnvart greiningu á sjúkdómum. Höfum við týnt þann hæfileika til að hlusta á það sem líkaminn okkar er að biðja um eða hlusta á okkar eigið innsæi. Við höfum öll innsæi og oftast en ekki hefur það innsæi rétt fyrir sér. Það hef ég allavegana upplifað. Ef ég upplifi eitthvað og veit að það er eitthvað ekki alveg rétt og fer ekki eftir þeirri tilfinningu að kemur það mér yfirleitt í koll seinna meir. En ef ég hlusta á þessa tilfinningu að þá lendi ég aldrei í neinum vandræðum. Það sama á að eiga sér stað með lækna.. við eigum ekki að samþykkja allt sem þau segja heldur hlusta, meðtaka, greina og taka það sem manni finnst virka en sleppa hinu. Læknar eru jú mannlegir eins og við og stundum greina þau vitlaust eða nenni ekki að takast á við þig í dag sökum þess að dagurinn er ekki góður hjá þeim.

Ég hef lent í því að fara með börnin til læknis út af kvefi eða eyrnarbólgu og mér er sagt að láta þau fá sýklalyf. Jú þeim leið yfirleitt betur en þvílíkar kúkableyjur sem ég fekk þar eftir. Lyktin var ógeðsleg. Mér fannst þetta ekki rétt að dæla í litlum krílum sýklalyf nema ef lífið þeirra lægi við. Í eitt skipti ákvað ég að hætta að fara með þá til læknis út af eyrnarbólgu nema ef hún væri enn að hrjá þau á 3ja degi. Í þess stað gef ég þau paracetamól til að minnka verkina og hita ef það er hiti og svo hitapoka á eyrað. Það er ótrúlegt en þau fá sjaldan eyrnarbólgu, og ég er farin að leita til óhefðbundinna aðferða til að takast á við kvef og hósta í þeim.

Einnig á þetta við um fæðingar. Konur hafa átt börn í fleiri þúsund ár og enn erum við að en einhvern vegin hefur læknastéttin tekið það á sig að vera bjargvættir heimsins í að taka á móti börnum á mjög læknisfræðilegan máta. hvernig væri að sleppa hendini á konum og leyfa þeim að njóta sín bæði á meðan þær eru óléttar og eins þegar þær eru að eiga. Fæðing er kraftaverk og jú það geta komið upp vandamál og þá er læknastéttin frábær en hvað með að leyfa nátturuna að eiga sinn gang áður en við förum að skipta okkur af.

Þetta er kannski smá röfl hjá mér um afskipti annarra en mig langar bara svo að fá að sjá einstaklinga sem hlusta á sitt eigið innsæi, treysta á því sem það segir okkur og fara eftir innsæinu frekar en að fara eftir því sem ókunnugir eru að segja okkur að gera. Kannski yrði heimurinn að betri stað ef við myndum öll hlusta á okkar eigið innsæi og fara eftir innsæinu.

Bless að sinni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jens Guð

  Vilhjálmur Ari Arason,  læknir,  hefur í mörg ár barist gegn notkun fúkkalyfja nema í neyðartilfellum.  Á hann er lítið hlustað.  Þvert á móti eykst misnotkun á fúkkalyfjum jafnt og stöðugt á milli mála.

Jens Guð, 16.4.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband